Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Björn Davíðsson Björn Davíðsson | 3. júní 2010

Truflanir við net Símans

Í morgun komu upp trufanir í samböndum við net Símans. Þetta lýsir sér þannig að innlendir aðilar sem tengjast Símanum sjást ekki á Netinu. Jafnframt sjást vefir sem hýstir eru hjá Snerpu ekki hjá þessum notendum. Verið er að leita að biluninni. kl. 11:10 - Bilunin var bundin við samskipti milli innlendra viðskiptavina Símans og viðskiptavina Snerpu. Í augnablikinu er staðan þannig að með bráðabirgðaaðgerð er samband komið á aftur en eftir er að finna orsök bilunarinnar sem virðist liggja í annarri af tveimur samskiptagáttum Símans. kl. 12:04 - Búið er að komast endanlega fyrir bilunina, hún kom upp í áðurnefndri samskiptagátt Símans (sk. 'Internet peering gátt') og hafði einnig áhrif á aðra netþjónustuaðila sem skipta beint við Símann.

Til baka