Vegna flutnings á nokkrum samböndum má búast við stuttu rofi á samböndum notenda Snerpu sem tengjast um búnað Mílu.
Þessir notendur gætu þurft að endurræsa netbeina (routera) í kjölfarið.
Einnig kemur stutt rof á sjónvarpsþjónustu Vodafone á aðgangskerfi Snerpu á Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Bolungarvík, Ísafirði, Súðavík og í dreifbýli í kring um þessa staði.
Þá verður stutt rof á internetsambandi notenda Snerpu og Vodafone í Bolungarvík vegna endurræsingar á netbúnaði.
Allt þetta gerist milli kl. 06 og 07 í fyrramálið miðvikudag 25. október en tekur einungis 2-3 mínútur hvert rof.
Beðist er velvirðingar á mögulegum óþægindum sem af þessu stafa.