3CX - Uppsetning í Windows og Mac
Til þess að fá aðgang inná 3CX innanhússímanúmerið þitt. Þarftu að fá aðgangspóst sendann frá okkur í Snerpu eða tala við stjórnanda 3CX kerfisins hjá þínu fyrirtæki. Ef þú ert stjórnandi símkerfisins og ert að velta fyrir þér hvernig þú sendir póstinn á nýjan eða vil endurstilla notanda, smelltu hér.
Þú munt því næst fá póst sem lítur svona út:
Smellið á "Búa til lykilorð" Höfum í huga stuttnúmerið okkar, sem er notendanafnið inná 3CX kerfið
Þér verður svo vísað á síðu það þú ert beðin um að setja upp lykilorð fyrir notandann. Mælum alltaf með að hafa lykilorðin eins örugg og þið getið. En lykilorð þarf að vera 10 stafir að lengd og þarf að innihalda há-, lág-, og tölustafi. Það er mjög mikilvægt að lykilorðið sé öruggt.
Næst skráum við okkur inn með stuttnúmeri okkar og lykilorðinu sem búið var til.
Þú getur síðan valið hvort þú viljir skrá þig inná 3CX í símtækinu þínu! Ef þú vilt bara hafa forritið í tölvunni geturðu ýtt á gráa exið á glugganum í miðjunni.
Þá ættum við að vera mætt á stjórnborð 3CX. Þarna viljum við velja Apps niðri í vinstra horninu.
Svo er valið "Web App (PWA)"
Veldu "Install now"
Þegar við höfum klárað að sækja appið í tölvuna okkar er gott að fara yfir tilkynningar og stillingar á appinu, sjá til þess að tölvan veiti 3CX þau leyfi sem það þarf til að virka rétt.
Það ætti að líta svona út, eftir því hvort þú sért með Google Chrome eða Microsoft Edge
Heyrnartól
Ef þú ert með heyrnartól þá mælum við með að stilla þau rétt inná 3CX kerfið upp á að fá fulla virkni.