Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Internet

* Línugjald er ekki greitt þegar hægt er að nota línu með virku símanúmeri á viðkomandi stað.
* Upphal og innlent niðurhal er ekki gjaldfært.

Snerpa býður upp á fjölbreytta Internetþjónustu.

Snerpa býður allar hefðbundnar tengingar eins og ADSL, VDSL eða Smartnet (þar sem Snerpa er með búnað) um allt land. Snerpa rekur Internetþjónustu með miðstöð á Ísafirði og er með búnað á Suðureyri, Þingeyri, Flateyri, Bíldudal, Hnífsdal, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, Þróunarsetri Vestfjarða. Netþjónustan hefur starfað síðan árið 1994 og er því sú elsta á landinu.

Til að veita ljósleiðaraþjónustu þarf að leggja lagnir og setja upp búnað, það þarf að setja upp nýtt inntak í hús og lögn frá því að þeim stað sem á að nota tenginguna. Yfirleitt eru lagnaleiðir fyrir hendi og í þeim tilfellum er hægt að bjóða þessa vinnu fyrir fast verð. Komi í ljós að kostnaður sé etv. meiri er það skoðað í samráði við húseiganda og metnar mögulegar leiðir. Sé þessi lagnavinna unnin gegn föstu gjaldi er það starfsmaður Snerpu sem velur lagnaleiðina í samráði við húseiganda og er leitast við að fara sem hagkvæmustu leið en þess um leið gætt að fylgt sé reglum um heimtaugar sem Póst- og fjarskiptastofnun gefur út.

Margt getur truflað þráðlaust netsamband og eru heimasímamóðurstöðvar og hátalarar sem eru nálægt routernum algengustu atriðin. Einnig skiptir fjarlægð tölvu eða tækis frá routernum máli. Best er að hafa routerinn í opnu rými en ekki inn í skáp eða bakvið hillu. Byggingarefni í húsi getur haft áhrif á sambandið.

Einnig er mikilvægt ef er loftnetsprik á beininum að það sé lóðrétt. Betra er að tengja t.d. borðtölvu við beini með kapli en þráðlausu ef afköst skipta milku máli.

Nei, inntaksgjald ljósleiðara er innheimt af Snerpu og hægt er að óska eftir breytingu hjá Snerpu á Vodafone áskriftinni yfir í ljósleiðara.

Það getur margt haft áhrif á drægni þráðlausa netsambandið en byggingarefni húsins og fjarlægð skipta þá mestu máli. 

Hvernig laga ég það?

Það væri annað hvort hægt að færa routerinn þannig að hann sé meira miðlægur (ef á við) eða setja upp auka þráðlausan sendi (Wireless AP)

Já. Hægt er að taka heimasímann yfir ljósleiðara og Smartnet Snerpu. Til að byrja með er eingöngu í boði símaþjónusta frá Snerpu og Vodafone en búast má við að fleiri símafélög komi sér upp þeirri samtengingu við Snerpu sem þarf til að þau geti einnig veitt þjónustu yfir ljósleiðara Snerpu. 

Hægt er að fá aðstoð hjá Snerpu við að yfirfæra símaþjónustuna og er hægt að óska eftir því í netfangið sala@snerpa.is

Enn sem komið er er það einungis Vodafone sem gert hefur samning við Snerpu og geta notendur Vodafone því tengst um ljósleiðara Snerpu.

Þegar leggja þarf nýjar húslagnir þá er svarið yfirleitt nei. Hafi áður verið tengdur ljósleiðari í íbúðina er yfirleitt hægt að fá tengingu með stuttum fyrirvara en afhendingartími á nýlögnum getur verið allt að 6-8 vikur.

Þegar internet tenging er pöntuð í gegnum pöntunarformið á Snerpa.is að þá er rafrænn greiðslumáti sjálfkrafa valinn. Ef viðskiptavinur vill greiða á annan máta, s.s. fá greiðsluseðil eða borga með greiðslukorti, þá þarf hann að hafa samband við Snerpu í síma 520-4000 eða senda tölvupóst á sala@snerpa.is.

ADSL (Asymmetric Digital Subscriber Line) er tækni sem nýtir hefðbundnar símalínur úr kopar til háhraðagagnaflutnings til dæmis fyrir Internet og sjónvarpsefni. Með ADSL geta viðskiptavinir verið sítengdir neti og sjónvarpi, auk þess að nota sömu símalínu fyrir heimasíma. Eðlilegur hraði á niðurhali á ADSL tengingu er mjög breytilegur eftir gæðum símalína en getur verið upp í 12 Mbit/s.

ADSL er einnig langdrægara en VDSL og hentar því vel þar sem erfitt er að koma við VDSL tengingu.

Erlent niðurhal flokkast sem öll netumferð til notanda sem ekki kemur frá íslenskum IP-tölum. Hægt er að fletta upp eftir lénum hvaða IP-tölur eru á bak við þær og hvort þær eru íslenskar hér.

Önnur þjónusta

Viðbótarpakki (óháð stærð) 1.850 kr.
Tengigjald / flutningsgjald * 5.000 kr.
Inntaksgjald ljósleiðara Snerpu - Íbúð í fjölbýlishúsi 25.000 kr.
Inntaksgjald ljósleiðara Snerpu - Íbúð í parhúsi/raðhúsi/þríbýlishúsi 45.000 kr.
Inntaksgjald ljósleiðara Snerpu - Einbýlishús 65.000 kr.
Inntaksgjald ljósleiðara Snerpu - Atvinnuhúsnæði Raunkostnaður
við lagningu
Ljósleiðari Mílu (PON) - aðgangsgjald 2.610 kr.
Ljósheimtaug Mílu Höfuðborgarsv. og Akureyri 2.990
Ljósheimtaug Mílu utan Höfuðborgarsv. og Akureyri 3.390
Koparheimtaug Mílu (mánaðargjald)** 1.910 kr.
Extranet 690 kr.
Auka netfang 353 kr.
Innheimtukostnaður (seðilgjald) - reikningur sendur í tölvupósti 130 kr.
Búnaður
Beinir (router) fyrir heimilistengingar (PPPoE-samband yfir xDSL) 19.990 kr.
Beinir (router) fyrir heimilistengingar (leigugjald p.mánuð) 690 kr.
Inntakssía (splitter) 1.890 kr.
ADSL smásía 690 kr.

* Ekki er innheimt tengigjald/flutningsgjald af tengingum ef viðkomandi er með áskrift í a.m.k 6 mánuði samfellt á sama heimilisfangi. Sé tengingu sagt upp eða hún flutt innan 6 mánaða áskilur Snerpa sér rétt til að innheimta tengi- eða flutningsgjald eftir verðskrá hverju sinni.

** Mánaðargjald fyrir koparheimtaug er innheimt ef ekki er hægt að setja nettenginguna á koparheimtaug sem þegar er í notkun.

Almennir notkunarskilmálar

  • Greiða skal vegna notkunar á netþjónustu samkvæmt gildandi gjaldskrá Snerpu á hverjum tíma. Breytingar á gjaldskrá og notkunarskilmálum eru tilkynntar á notendasíðum Snerpu á veraldarvefnum.
  • Afnot af netfangi/tengingu eru bundin við einstaka persónu (notanda). Notanda er með öllu óheimilt að veita þriðja aðila aðgang að netaðgangi sínum með því að láta af hendi lykilorð aðgangsins eða opna aðganginn þannig að lykilorðs sé ekki þörf. Þetta á þó ekki við um fjölskyldumeðlimi sem hafa heimild rétthafans til að nota aðganginn. Lykilorð ber að varðveita á tryggilegan hátt.
  • Óheimilt er að nota netaðgang til að komast yfir upplýsingar um aðra notendur kerfisins, eða notendur annarra kerfa, aðrar en þær sem eru settar upp í opnum gagnagrunnum eins og veraldarvefnum (WWW).
  • Óheimilt er að trufla að nauðsynjalausu eða að skerða á nokkurn hátt afnot annarra notenda á tölvunetinu, t.d. með óeðlilegri dreifingu pósts, "ruslpósti", keðjubréfum eða tilraunum til að trufla samtöl á spjallrásum. Sama á við um óhæfilega mikla netumferð eða tilraunir til að finna veikleika í tölvukerfum og netum. Snerpa áskilur sér rétt til að takmarka netumferð hjá þeim notendum sem trufla notkun annarra, þ.m.t. vegna óeðlilega mikils álags eða vanrækslu á netöryggi. Snerpa áskilur sér rétt til að loka tengingum hjá notendum sem valda mjög miklu álagi á sambönd um lengri tíma.
  • Sítengdar netáskriftir eru miðaðar við valinn gagnamagnspakka hvað varðar niðurhal. Sé óeðlilegt álag á upphali áskilur Snerpa sér rétt til að flytja notanda í aðra áskriftarleið eða loka tengingunni að undangenginni viðvörun til notanda enda hafi hann skráð netfang sem hægt er að senda viðvörun á.
  • Fari notandi yfir það gagnamagn sem innifalið er í viðkomandi áskriftarleið áskilur Snerpa sér rétt til að bæta við viðbótar gagnamagnspökkum sem geta verið misstórir eftir áskriftarleið. Ábending er send á skráð netfang notanda þegar viðbótarpakki er virkjaður, ef það er fyrir hendi.
  • Óheimilt er að hýsa á tengingum, heimasvæðum, dreifa á póstlistum, eða láta liggja á lausu, t.d. á vefsvæðum, efni sem aðrir eiga eða eiga höfundarrétt að nema leyfi viðkomandi liggi fyrir, efni sem brýtur gegn íslenskum lögum, og/eða hvers kyns efni er ætlað er að lítillækka fólk eða draga í dilka, hvað varðar trúarbrögð þess, kynferði, skoðanir eða litarhátt.
  • Gjald fyrir upphringitengingar er óháð notkun. Ef notkun netfangs er hætt um lengri tíma en mánuð getur notandi látið loka því og falla þá greiðslur vegna þess niður á meðan. Heimilt er að eyða netfangi ef það hefur verið lokað í 3 mánuði. Lokanir miðast við mánaðamót með a.m.k. 15 daga fyrirvara.
  • Notandi skal að öllu leyti virða þær umgengnisreglur sem settar eru notendum á Internetinu, þ.m.t. reglur sem gilda á öðrum hlutum þess og þær notkunarreglur sem heildarsamtök aðila að Internetinu setja. Leiki rökstuddur grunur á því að skilmálar þessir séu brotnir áskilur Snerpa sér rétt til að stöðva notkun aðgangsins um lengri eða skemmri tíma.
  • Snerpa er á engan hátt ábyrg vegna tjóns eða annars skaða sem kann að leiða af því að notandi getur ekki notað netfang sitt eða tengingu sína.

31. okt. 2005