Netleysi
Bilanagreining á netsambandi
Ef þú nærð engu sambandi á netinu hjá þér yfir ljósleiðara er alltaf fyrsta skref að endurræsa bæði ljósbreytuna og router. Best er að gera það með því að taka bæði ljósbreytuna og routerinn úr sambandi við rafmagn í um 30 sekúndur og stinga svo aftur í samband.
Ef þú ert enn netlaus eftir það þá þarf að skoða ljósin á ljósbreytunni til þess að sjá hvar vandamálið liggur:
Ef engin ljós eru á ljósbreytunni er best að taka hana úr sambandi við rafmagn og stinga aftur í samband. Gott er að taka straumbreytinn úr bæði ljósbreytunni og úr innstungunni. Kanna einnig hvort það sé nokkuð útslegið í rafmagnstöflu.
Ef rafmagn er á ljósbreytunni en það vantar annað eða bæði af hinum ljósunum er gott að prufa að taka ljósbreytuna úr sambandi við rafmagn og stinga því svo aftur í samband við rafmagn.
Ef kveikt er á öllum ljósum á ljósbreytunni, þá er hún tengd og í sambandi. Þá er næsta skref að skoða routerinn og hvernig hann er að tengjast. Gott er að byrja á því að athuga hvort hann sé ekki örugglega rétt tengdur, en netsnúran á að vera tengd í ljósbreytuna í annan endann og í bláa WAN tengið á routernum í hinn endann.
Á routernum eru nokkur ljós, WAN, Internet og 2.4G og 5G fyrir þráðlausa netið sem gott er að skoða. Hér má sjá leiðbeiningar fyrir routera sem Snerpa notar.
- Ef WAN er slökkt þá er ekki að berast straumur í gegnum netsnúruna frá routernum yfir í ljósbreytuna. Þá er gott að taka hann úr bæði ljósbreytunni og routernum og tengja aftur upp á nýtt.
- Ef ljósið kviknar ekki við þetta er gott að prufa aðra/nýja netsnúru á milli búnaðarins. Það gæti verið að snúran sé orðin léleg eða skemmd.
- Ef WAN er kveikt en slökkt er á Internet ljósinu þá gæti verið að netsnúran sé rangt tengd úr router yfir í ljósbreytuna.
- Ef slökkt er á 2.4G og 5G ljósunum þá er slökkt á þráðlausa netinu. Þá þarf að ýta á takka aftan á routernum til að kveikja á því, en hægt er að slökkva og kveikja á því með því að ýta á þann takka. Sá heitir WIFI ON/OFF.
Ef ekkert af þessu er að virka þá er best að heyra í þjónustufulltrúa og helst ef þú getur gert það á meðan þú ert heima hjá þér, eða þar sem vandamálið er að eiga sér stað. Þannig getur þjónustufulltrúi betur greint vandamálið með þér og fundið lausn á því.
Ef vandamálið kemur upp utan opnunartíma þá er hægt að hafa samband við bakvakt í síma 840-4000.