Farsími í Bandaríkjunum
Flest fjarskiptafyrirtæki í Bandaríkjunum hafa slökkt á 2G og 3G farsímanetum sínum. Þetta hefur ollið vandræðum fyrir ferðalanga í Bandaríkjunum þar sem símtöl fara venjulega yfir 2G eða 3G. Símtöl í Bandaríkjunum fara nú flest yfir 4G með tækni sem kallast VoLTE. Flestir nýir snjallsímar styðja VoLTE og ef síminn þinn gerir það mælum við með að tengjast farsímaneti AT&T. Ef símtækið þitt styður ekki VoLTE verðurðu að tengjast við T-Mobile til að geta hringt.
Styður tækið mitt VoLTE?
Flestir snjallsímar framleiddir 2018 og síðar styðja VoLTE en hægt er að fá nánari upplýsingar á heimasíðu framleiðanda. Mikilvægt er að símtæki sé með nýjustu hugbúnaðaruppfærslu.
Dæmi um tæki sem styðja VoLTE:
-iPhone 8 og nýrri
-Samsung Galaxy S10 og nýrru
-Samsung A símtæki, þriggja ári og yngri
Þarf ég að kveikja á VoLTE í símanum?
iPhone símtæki með iOS 16 eða nýrra ættu sjálfkrafa að vera með kveikt á VoLTE. Sé ekki kveikt á því þarftu að fylgja þessum leiðbeiningum:
-Fara í Settings
-Smella á Mobile Data Options (ef það sést ekki þá smellirðu á símanúmerið þitt undir Primary)
-Smella á Voice & Data
-Kveikja á VoLTE
Fyrir Android
-Fara í Settings
-Smella á Network & Internet eða Connections
-Smella á Call. Gæti einnig heitið t.d. Cellular Network, Mobile Network eða Mobile Data
-Smella á Preferred Network Type eða Network Mode
-Velja 4G/LTE eða 5G og virkja VoLTE/HD Voice eða Enhanced Calling.
Hvernig skipti ég um símkerfi, t.d. ef ég vil skipta af T-Mobile yfir á AT&T?
iPhone
-Fara í Settings
-Smella á Mobile Data Options (ef það sést ekki þá smellirðu á símanúmerið þitt undir Primary)
-Smella á Network Selection
-Slökkva á Automatic
-Bíður eftir að símtækið hefur fundið símkerfin og velur það kerfi sem þú vilt tengjast
Samsung
-Fara í Settings
-Smelltu á Connections
-Smelltu á Networks/MobileNetworks/Cellular Networks
-Smelltu á Network Operators
-Veldu það símkerfi sem þú vilt tengjast við
Ég þarf ekki að hringja bara nota netið, hvaða símkerfi best fyrir mig?
Þú getur notað annað hvort AT&T eða T-Mobile. Almennt er AT&T með betra net en samband er mjög svæðisskipt í Bandaríkjunum þannig á sumum svæðum er T-Mobile sterkara.