Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Hverjar eru takmarkanir á netumferð

Takmarkanir: Þær ráðstafanir sem eru gerðar til að tryggja rekstraröryggi og gæði þjónustu en geta haft áhrif á tiltekin sambönd á Internetinu.

Eftirfarandi takmarkanir eru í gildi um umferð á jaðartengingum Snerpu við Internet. Takmarkanirnar gilda ekki innan neta Snerpu.

Útfarandi umferð:

1.1 Einungis póstþjónar Snerpu mega senda út á porti 25 (SMTP) - Notendur þurfa að stilla hugbúnað sem sendir póst á að nota ávallt SMTP-þjón snerpu (smtp.snerpa.is).
1.2 Mikilvægt er að þeir sem senda póst með formi úr vefþjónum hafi ofangreint í huga og einnig skal ávallt gæta þess að nota rétt sendandanetfang (From: address) og rétt formaðan póst skv. RFC-2822 staðli ásamt viðeigandi viðbótum (extensions).

Innkomandi umferð:

2.1 Einungis póstþjónar Snerpu mega taka við pósti á porti 25 (SMTP)
2.2 Notendur sem vilja reka eigin póstþjóna til að taka við pósti þurfa að fá póstinn framsendan í gegn um póstþjóna Snerpu.
2.3 Eftirfarandi protocol/portnr:nafn eru lokuð frá Interneti til allra notenda af öryggisástæðum:
2.3.1 udp / 19:chargen 1900:ssdp
2.3.2 tcp / 25:smtp 179:bgp
2.3.3 tcp / 1433:MS-sql 3306:MySQL
2.3.4 eigrp / öll port
2.3.5 pim / öll port
2.3.6 tcp / 7547 TR-069

Eftirfarandi takmarkanir eru í gildi um alla umferð á netum eða nethlutum Snerpu, þ.m.t. tengingum til einstakra notenda. Sé gripið til lokunar sambands eða þjónustu er slíkt gert á ábyrgð notanda sambandsins án ábyrgðar af hálfu Snerpu.

Takmörkuð umferð:

3.1 Snerpa áskilur sér rétt til að hindra, tefja eða fleygja umferð sem er þess eðlis að hún hindrar eða talið er að hún geti hindrað eðlilega notkun annarra notenda, þ.m.t. umferð sem er stöðug mikil notkun einstaks notanda um lengri tíma. Slíkar ráðstafanir eru jafnan gerðar tímabundið og notendum tilkynnt með tölvupósti eða í atburðaskrá.
3.2 Snerpa áskilur sér rétt til að hindra, tefja eða fleygja umferð sem veldur hættu eða óeðlilegu álagi á tengingar annarra notenda, hvort sem þeir eru tengdir neti Snerpu beint eða ekki. Þetta á t.d. við um netumferð sem álitin er tölvuveirur, orma, gægju- og njósnaforrit og óumbeðinn eða óhóflegur fjöldapóstur.
3.3 Snerpa framsendir kvartanir sem berast vegna meintra lögbrota, t.d. á höfundarrétti til notanda sem er skráður fyrir viðkomandi IP-tölu. Ekki er gefið upp* hver er notandi IP-tölu en notandi ber ábyrgð á að bregðast við á viðeigandi hátt, t.d. með því að fjarlægja ólöglegt efni af nettengingu. Öll vistun efnis á nettengingu er á ábyrgð viðkomandi notanda.
3.4 Notendur skulu nota viðeigandi hugbúnað til að meðhöndla netumferð sína, þ.m.t. rétt uppfærðar veiruvarnir og stilla síur (eldveggi) til að koma í veg fyrir misnotkun.
3.5 Leiki grunur á að aðgangur eða lykilorð þjónustu hafi verið notað í heimildarleysi áskilur Snerpa sér rétt til að loka viðkomandi þjónustu tímabundið.
3.6 Við alvarlega eða endurtekna misnotkun áskilur Snerpa sér rétt til að takmarka eða loka fyrir viðkomandi nettengingu fyrirvaralaust.

* Ath. að í 3. mgr. 47. gr. fjarskiptalaga segir: ,,Fjarskiptafyrirtæki er þó rétt og skylt að veita lögreglu, í þágu rannsóknar opinbers máls, upplýsingar um hver sé skráður eigandi ákveðins símanúmers og/eða eigandi eða notandi vistfangs (IP-tölu).”