Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Björn Davíðsson Björn Davíðsson | 21. október 2010

Aukinn hraði á ADSL og verðbreytingar

Síminn hefur nú lokið við að hækka hraða hjá viðskiptavinum Snerpu í ADSL-þjónustu í 12 Mbit. Nú er verið að vinna að þvi að uppfæra verðskrá en í meginatriðum má segja að þjónustuleiðir með línugjaldi breytast allar í 12 Mbit hraða en verðið mun standa í stað, þó verða einhverjar breytingar til hækkunar eða lækkunar á einstökum áskriftarleiðum en það mun verða kynnt fljótlega. Þjónustuleiðin S1 (12 Mbit hraði / 1 GB niðurhal) verður áfram ódýrasta ADSL-þjónustuleið á landinu á 3.185 kr. Þjónustuleiðin S2 (12 Mbit hraði / 10 GB niðurhal) mun væntanlega lækka um 6,5% í 4.375 - Breytingarnar verða kynntar nánar á verðskrársíðum Snerpu á næstu dögum.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á því að notendur sem enn kaupa áskrift skv. eldri áskriftarleiðum þar sem innheimt er sérstaklega fyrir línugjald af Símanum að Síminn hefur hækkað línugjald á öllum línum 12 Mbit og minni í 2.990 kr. Það getur því borgað sig fyrir þá viðskiptavini að hafa samband, og breyta í nýja áskriftarleið með inniföldu línugjaldi, með því að senda póst á netfangið sala@snerpa.is


Til baka