Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Snerpa Snerpa | 17. mars 2006

Fjölbrautaskóli Suðurlands tekur í notkun póstöryggislausn frá Snerpu

Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi samdi nýlega við Snerpu um að sjá um póstöryggi fyrir skólann, m.a. að verja notendur gegn veirum í tölvupósti og að sjá um ruslpóstvarnir. Um nokkurra ára skeið hefur sýnt sig að það er nauðsynlegt að veiruskanna allan póst og hreinsa burt úr honum bæði veirusmitaðan póst og einnig ruslpóst en ruslpóstur er nú talinn vera að jafnaði um 67% af öllum tölvupósti. Snerpa hóf að veiruskanna tölvupóst árið 1997 og ruslpóstvarnir voru settar upp árið 1998 og var Snerpa þá fyrsta íslenska netfyrirtækið til að bjóða slíka þjónustu. Nú er póstur skannaður gegn tölvuveirum með tvöföldu kerfi og mjög fullkomið safn greiningartóla greinir frá ruslpóst og ýmis konar svikapóst.

Snerpa hefur nú um nokkuð skeið boðið upp á að taka við pósti fyrir fyrirtæki og stofnanir, veiruhreinsa hann og sía frá ruslpóst. Auk þess er sérmerktur póstur sem talið er líklegt að sé  ruslpóstur en ekki óhætt að sía frá. Þetta er gert án þess að breyta þurfi nokkru í póstmóttöku eiganda póstins öðru en að hann taki einungis við pósti frá Snerpu. ,,Það var kominn tími á að endurnýja veiruvarnaleyfi fyrir póstþjón okkar og eftir að hafa leitað tilboða kom í ljós að þetta var hagstæðasta lausnin af þeim sem kannaðar voru.” segir Ragnar Geir Brynjólfsson kerfisstjóri hjá Fjölbrautaskóla Suðurlands. ,,Einnig hefur komið í ljós að ruslpóstur hefur nánast horfið eftir að við tókum að notfæra okkur þjónustu Snerpu. Notendur sem voru að fá um 20 ruslpósta á dag fá nú 1-2 slíka. Einhverjir hafa ekki fengið einn einasta ruslpóst í viku og eru alsælir með það.”

Chús Barja er kerfisstjóri hjá Fjöltækniskóla Íslands sem hefur notað póstöryggislausnir Snerpu frá árinu 2003: ,,Miðað við annars staðar þar sem ég þekki til þá er þetta mjög gott, ég fæ sjálfur 1-2 ruslpósta á dag sem er frábær árangur.”

Veiruhreinsun Snerpu er frá Kaspersky Labs en Snerpa hefur selt veiruvarnaforrit frá Kaspersky frá árinu 1995. Ruslpóstvörnin sem gengur undir nafninu Póstvörður er skrifuð af þróunardeild Snerpu og aðlöguð ýmsum fyrirliggjandi lausnum sem fyrir eru á markaðnum, m.a. MailScanner og SpamAssassin greiningarforritunum.

Nánari upplýsingar um póstöryggisþjónustu Snerpu er að finna á vef Snerpu


Til baka