Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Snerpa Snerpa | 25. september 2001

Grunnskóli Súðavíkur fær fasta tengingu

Í gær var gengið frá fastlínusambandi fyrir Grunnskóla Súðavíkur. Grunnskólinn í Súðavík er annar grunnskólinn á Vestfjörðum sem fær sítengingu utan Ísafjarðar en sl. vetur var grunnskólinn í Bolungarvík tengdur með sítengingu. Jafnframt er komið í pöntun fastlínusamband á Hólmavík en grunnskólinn þar verður væntanlega næstur í samband.


Til baka