Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Björn Davíðsson Björn Davíðsson | 10. febrúar 2014

Kæri notandi

Við viljum vekja athygli notenda á því að enn er eittvað um að reynt sé að plata lykilorð út úr fólki í tölvupósti, eins og þeim sem fylgir hér með. Það á auðvitað að vekja grunsemdir ef beiðnin er á ensku eða illa þýddri íslensku en einnig er ágætt að hafa í huga að væri pósthólfið raunverulega fullt, þá kemist þessi póstur ekki í það. Lykilorð á aldrei að senda í tölvupósti og á í raun aldrei að vera þörf fyrir það. Ef þú ert að skrá inn lykilorðið þitt á vefsíðu skaltu fara beint á síðuna en ekki fylgja slóð sem þér er send í tölvupósti, nema þú getir gengið úr skugga um að vefslóðin sé rétt.


Til baka