Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Björn Davíðsson Björn Davíðsson | 4. apríl 2012

Netútsending klár!

Snerpa er einn af framkvæmdaaðilum Inspired by Iceland vegna netútsendingar á Aldrei fór ég suður. Undanfarna viku hefur staðið yfir undirbúningur að útsendingunni með uppsetningu á streymisþjónum. Nýjung að þessu sinni verður að útsendingin verður frá nokkrum streymisþjónum, tveir þeirra verða hjá Snerpu og munu þjóna Vestfjörðum og hluta Vesturlands auk þess sem Snerpa dreifir útsendingum á aðra streymisþjóna. Álaginu verður þannig dreift enda má búast við að mjög margir nýti sér útsendinguna og því mikilvægt að ekki verði á neinir hnökrar. Hægt verður að nálgast útsendinguna á vef Inspired by Iceland www.inspiredbyiceland.com Snerpa hýsir einnig vef Aldrei fór ég suður hátíðarinnar á www.aldrei.is


Til baka