Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Snerpa Snerpa | 29. apríl 2004

Ný útgáfa af INmobil tölvupóstkerfinu komin á markað

INmobil tölvupóstkerfið er sértæk lausn fyrir sjófarendur sem m.a. getur nýtt lág- og háhraða fjarskiptakerfi til tölvupóstsendinga á afar hagkvæman hátt. Kerfið er þróað af Radiomiðun ehf og Snerpu ehf. Inmobil er nú komið í flest stærstu skip landsins og einnig í nokkur í erlend skip. Virkir notendur eru nú um 1300 talsins og fara nú um 25 þúsund skeyti um kerfið í mánuði hverjum. Viðtökurnar hafa því verið gríðarlega góðar.

Í útgáfu 2 sem nú er komin á markað hefur INmobil þróast í að vera sjálfvirk upplýsingamiðstöð milli sjós og lands, sem auk hefðbundinna tölvupóstsendinga, sér INmobil um samskipti fyrir Þjónustubanka Radiomiðunar, sem er sértæk upplýsingaveita og Veiðigrunn sem er rafræn afladagbók. Að auki getur kerfið safnað gögnum frá ólíkum búnaði um borð og séð um að koma þeim sjáfvirkt í land. Einfalt dæmi um slíka notkun er sending á GPS staðsetningum ,,fleet tracking" eða flotavakt.

Aðrar markverðar nýjungar í INnmobil eru endurbætt þjöppun tölvupósts og viðhengja um allt að 90%. Innhringingar geta nú verið á fyrirfram tilgreindum tíma, og hægt er að fá kvittun fyrir móttöku skeyta. Einnig er hægt að tengja fleira en eitt fjarskiptatæki í senn við INmobil t.d. GSM, NMT og Iridium. Að auki hefur nýr samskiptastaðall stytt tengitíma um ca. 20 sekúndur í hverju uppkalli og nýtt útlit er á notendaviðmóti, svo fátt eitt sé nefnt.


Til baka