Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Björn Davíðsson Björn Davíðsson | 1. ágúst 2012

Ný vefmyndavél á Bíldudal

Snerpa, Tölvuvinnslan og Arnfirðingafélagið hafa í sameiningu komið upp vefmyndavél á Bíldudal. Myndavélin er sömu gerðar og Snerpa setti upp í Dýrafirði fyrr í sumar og er henni beint yfir höfnina á Bíldudal og send úr henni lifandi mynd. Á sama hátt og í hinni vélinni er hægt að sjá stærri mynd úr vélinni með því að smella á hana með hægri músarhnappi og velja fulla stærð. Myndavélin er á vefmyndavélasíðunni undir 'Allt hitt' eða hér.


Til baka