Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Snerpa Snerpa | 2. desember 2005

Nýir vefir opnaðir á EcWeb

Snerpa hefur nú komið upp sérstökum vefþjóni fyrir EcWeb vefumsjónarkerfið sem er öflugt vefumsjónarkerfi fyrir hýsingu á Windows 2003 vefþjónum.

Nokkur vestfirsk fyrirtæki og sveitarfélög hafa gert samninga um hýsingu á EcWeb kerfinu og verða þessir vefir allir hýstir hjá Snerpu og munu opna hver af öðrum á næstu vikum. Nú þegar hafa verið opnaðir nýir vefir fyrir Odda hf. á Patreksfirði (http://www.oddihf.is/) og Orkubú Vestfjarða (http://www.ov.is/) og í smíðum eru m.a.nýir vefir fyrir Bolungarvíkurkaupstað og Ísafjarðarbæ.

Með þessu mun Snerpa auka breidd á þjónustu sinni enn frekar og skapast með þessarri breytingu ný tækifæri til að þjónusta kröfuharða notendur hvað varðar hýsingu vefja á sérhæfðan hátt. Jafnframt mun Snerpa áfram bjóða hýsingu á vefjum í Unix umhverfi enda er þar um mjög fjölhæfa þjónustu að ræða fyrir þá sem þurfa trausta og góða vefhýsingu með hámarks sveigjanleika á ódýran hátt. Í bæði Windows- og Unix-hýsingu býðst eigendum léna einnig að nota netföng á sínu eigin léni með aðgangi að vefpósti og afar öflugum ruslpóstvörnum.


Til baka