Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Snerpa Snerpa | 29. desember 2003

Nýir viðskiptavinir boðnir velkomnir

Í dag og síðustu daga hafa færst yfir 30 viðskiptavinir í lénhýsingu hjá Snerpu. Þeir voru áður tengdir hjá Tvíund ehf. og eru hér með boðnir velkomnir. Forráðamenn Tvíundar ákváðu í haust að hætta rekstri, og var samið við Snerpu um að taka við honum.

Sífellt stærri hluti viðskiptavina kemur nú annars staðar að en frá Vestfjörðum. Notendum hefur jafnframt fjölgað um 30% sl. tvö ár og er um helmingur aukningarinnar utan Vestfjarða. Á myndinni hér til hliðar sést m.a. að um leið og ISDN-tengingum (græn lína) hefur fækkað, hefur ADSL-notendum (blá lína) fjölgað að sama skapi. Rauða línan er heildarfjöldi notenda og brúna línan er fjöldi þeirra sem geta tengst á mótaldi. Ekki er talin með í þessu grafi sú mikla aukning sem hefur orðið á notendum í INmobil þjónustunni en þar eru í sambandi um 1.000 sjómenn sem Snerpa sér um þjónustu fyrir í samstarfi við Radiomiðun ehf.


Til baka