Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Snerpa Snerpa | 8. október 2000

Nýr vefur KFÍ

Opnaður hefur verið nýr vefur KFÍ. Um er að ræða mjög yfirgripsmikinn vef um liðið, sögu þess og leikmenn. Markmið vefsins er að kynna körfuboltafélagið og það að fylgismenn geti fylgst betur með leikjum og aflað upplýsinga um leikmenn.
Vefur KFÍ er settur upp í INform upplýsingakerfi Snerpu sem að tryggir það að allar upplýsingar sem settar eru inn uppfærast sjálfkrafa á vefinn, og býður vefskoðendum upp á margvíslega virkni til að auðvelda skoðun á liðinu og leikmönnum.

Slóðin á vef KFÍ er: www.kfi.is

Á aðalsíðu eru nýjustu fréttir frá KFÍ aðgengilegar og það sem vekur strax athygli er einfalt leiðakerfi. Leikmannakerfið er þannig uppbyggt að hægt er að sjá allar tölulegar upplýsingar um leikmann, og um marga er hægt að fá
upplýsingar allt frá byrjun.


Til baka