Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Snerpa Snerpa | 2. febrúar 2006

Nyxem.e ormurinn á ferð

Tölvuormar eru orðnir það algengir á Netinu að það er varla fréttnæmt þegar nýtt afbrigði gerir vart við sig. En nú er ástæða til að ítreka enn hættuna því að óvenjuskætt eintak sem gefið hefur verið nafnið Nyxem.e (einnig W32/Kapser.A@mm ) mun á morgun valda umtalsverðu tjóni í þeim tölvum sem það er virkt. Mikilvægt er að þeir sem hafa uppsett veiruvarnaforrit athugi hvort það er nýlega uppfært og virkt en hafi uppfærsla ekki verið gerð eftir 17. janúar sl. munu veiruvarnaforrit ekki verja notendur gegn þessum tiltekna ormi.

Komist ormurinn inn á tölvu, t.d. vegna þess að veiruvarnaforrit hafa ekki verið rétt uppfærð, slökkva þau á veiruvörninni og gera hana ónothæfa. Þarf þá að fylgja leiðbeiningum frá framleiðendum til að farga orminum og gera veiruvörn virka á ný. Leiðbeiningar frá Kaspersky Lab eru hér fyrir þá sem telja að veiruvörn þeirra sé óvirk vegna þessa.

Þeim sem eiga ekki eða eru með útrunna veiruvörn bendum við á antivirus.is vefinn en þar er hægt að kaupa eða endurnýja KAV veiruvörnina á einfaldan óg ódýran hátt.


Til baka