Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Snerpa Snerpa | 15. nóvember 2001

Rafmagnstruflanir

Síðastliðinn sólarhring hafa verið miklar rafmagnstruflanir á Vestfjörðum. Snerpa hefur ekki farið varhluta af því og hefur rafmagn verið að koma og fara undanfarinn sólarhring. Fyrir tveimur árum þá fjárfesti Snerpa í ljósavél sem grípur sjálfvirkt inn í þegar svona hlutir eiga sér stað, og eiga því notendur okkar utan Vestfjarða ekki að verða varir við neinar rafmagnstruflanir. Þessi búnaður hefur staðist allar væntingar og reynst mjög vel.


Til baka