Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Snerpa Snerpa | 6. október 2000

Rammagerð Ísafjarðar vefverslun

Snerpa ehf. hefur lokið við gerð nýrrar vefverslunar fyrir Rammagerð Ísafjarðar sf. en það fyrirtæki starfrækir verslun með handverk svo og innrömmun á myndum o.fl. Forsvarsmenn Rammagerðarinar vildu auka enn þjónustuna við viðskiptavini sína með því að færa vöruval verslunarinnar út á Internetið og með það í huga leituðu þeir til Snerpu vegna sérfræðiþekkingar þess á sviði veflausna. Ákveðið var að þróa lausn sem byggir á INshop vefverslunarkerfinu sem að Snerpa hefur hannað og þróað og er þegar í notkun í nokkrum vefverslunum.
Hafist var handa við að greina markmið www.rammagerd.is og þarfir viðskiptavina og var markið sett á vefverslun sem ætti sér fullkomna samsvörun við þær bestu erlendis og tæki fram því sem í boði væri hér á landi. Útkoman er ein glæsilegasta vefverslun á Íslandi sem býður mikið vöruúrval fyrir hvern sem hefur áhuga á handverki ýnisskonar og vantar
tækifærisgjafir. Mikið er lagt upp úr upplýsingagildi vefsvæðisins og eru upplýsingar um listamenn þá sem að eiga muni þarna inni.

Viðskipti á www.rammagerd.is eru framkvæmd á einfaldan og öruggan hátt og má benda á að viðskiptavinurinn getur fengið aðgang að versluninni þannig að þegar hann kemur aftur síðar og vill versla meira, þarf hann ekki annað en að slá inn aðgangsnafn sitt og lykilorð og þekkir kerfið hann þá aftur og hefur allar aðrar upplýsingar um hann frá fyrri viðskiptum. Allar upplýsingar sem viðskiptavinurinn skilur eftir sig við kaup, svo sem kreditkortaupplýsingar eru ekki geymdar, og er hent eftir að pöntun hefur verið afgreidd.

Rammagerðin sérhæfir sig í sölu á handverksmunum og innrömmun hversskonar. Fyrirtækið sem rekur netverslunina var formlega stofnað 1989 en verslunin á Ísafirði opnaði á núverandi stað árið 1997. Viðskiptavinir Rammagerðarinar hafa tekið nýjungum í vöruvali og aukinni þjónustu opnum örmum og endurspeglar það þær áherslur sem verslunin hefur. Með vefsvæðinu www.rammagerd.is, gefst viðskiptavinum færi á að nýta sér nýjustu tækni og þægindi sér til hægðarauka.


Til baka