Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Snerpa Snerpa | 9. janúar 2008

Samgönguráðherra í heimsókn

Í dag birtust í Snerpu aufúsugestir. Þar voru á ferð Kristján L Möller samgönguráðherra og aðstoðarmaður hans Róbert Marshall, Guðbjartur Hannesson, alþingismaður og Anna Kristín Gunnarsdóttir varaþingmaður. Fengu gestirnir móttökur með virktum og snöggsoðna skoðunarferð um fyrirtækið enda á leið út á flugvöll í morgunsárið, m.a til að kynna sér hvað þarf til að hann teljist fullgildur millilandavöllur.

Í Snerpu standa nú yfir töluverðar breytingar á húsnæði í kjölfar þjónustusamnings sem Snerpa gerði nýlega við Mílu ehf. um viðhald og framkvæmdir við fjarskiptasambönd Mílu á norðanverðum Vestfjörðum og víðar. Við það að bæst hafa við tveir starfsmenn og sá þriðji væntanlegur innan tíðar auk þess sem einum starfsmanni Mílu er leigð aðstaða er nauðsynlegt að fara í nokkrar breytingar sem nú eru í fullum gangi.


Til baka