Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Björn Davíðsson Björn Davíðsson | 4. júní 2013

Samningur um netsambönd endurnýjaður

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Björn Davíðsson, þróunarstjóri Snerpu árita samninginn.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Björn Davíðsson, þróunarstjóri Snerpu árita samninginn.

Snerpa og Ísafjarðarbær endurnýjuðu í síðustu viku samning til þriggja ára um netsambönd fyrir stofnanir Ísafjarðarbæjar. Samningurinn felur m.a. í sér aukin afköst og fjölgun sambanda. Þá mun verða fyrir hendi aukinn sveigjanleiki hvað varðar sambönd innan hvers byggðakjarna fyrir sig. Snerpa mun nýta uppbyggingu nýs háhraða nets sem er nú í uppsetningu og fengið hefur nafnið Smartnet til að veita þjónustuna. Smartnet byggir á VDSL2 tækni og býður upp á mun meiri hraða til notenda en ADSL og mun verða í boði á næstunni í öllum þéttbýliskjörnum í Ísafjarðarbæ og á Bíldudal.


Til baka