Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Snerpa Snerpa | 29. september 2004

Sjálfvirkar staðsetningarupplýsingar sendar til Vaktstöðvar siglinga

Snerpa og Radiomiðun hafa nú hafið rekstur á þjónustunni Flotavakt, sem er sjálfvirk sending á staðarákvörðunum skipa til Vaktstöðvar siglinga. Þessi þjónusta er í boði fyrir þau skip sem nota INmobil samskiptabúnaðinn. INmobil er samskiptatölva sem leysir á öflugan og hagkvæman hátt þarfir fyrir tölvusamskipti á milli skipa á hafi úti og aðila í landi, á sama hátt og gert er með hefðbundnum samskiptaaðferðum á Internetinu. Um borð eru gögn um staðsetningu sótt beint inn á GPS-staðsetningarbúnað og skráð. Á völdum tímum eða með tilteknu millibili er síðan hægt að senda staðsetningar til útgerðar eða Vaktstöðvar siglinga. Jafnframt er hægt að velja um að nýjustu upplýsingar úr Flotavakt komi í hvert skipti sem önnur samskipti, t.d. tölvupóstur er sendur í land og spara þannig tengitíma.

Tvö skip eru nú þegar byrjuð að senda upplýsingar til Vaktstöðvar siglinga á þennan hátt og er verið að setja Flotavakt upp í fleiri skip. Að öllu jöfnu er notast við gervihnattakerfin Iridium og GlobalStar til samskipta en einnig er hægt er að nýta sér NMT-farsímakerfið á grunnslóð og jafnvel GSM þar sem þjónustusvæði þess nær.

Frekari upplýsingar um INmobil eru á http://www.inmobil.net/


Til baka