Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Björn Davíðsson Björn Davíðsson | 19. janúar 2012

Snerpa kaupir hýsingarrekstur Netheima

Í dag gekk Snerpa frá kaupum á hýsingarreksti Netheima. Rekstur Netheima var endurskipulagður fyrir nokkru síðan og hefur hýsingarþjónustan í millitíðinni verið í umsjón Særafs sem tók við flestum þeim verkefnum sem Netheimar sinntu áður.

Einn af þeim þáttum í rekstri Netheima, þ.e. hýsingarreksturinn, var ljóst að var til sölu við þessar breytingar og eftir nánari skoðun varð úr að Snerpa keypti þennan hluta rekstursins. Í því felst að Snerpa kaupir m.a. af Netheimum allan vélbúnað sem notaður var til þjónustunnar og munu viðskiptavinir Netheima að þessu leyti því framvegis verða í viðskiptum við Snerpu.

Salan á sér nokkurn aðdraganda og var viðskiptavinum kynnt væntanleg breyting á frumstigi samningaviðræðna og áhersla lögð á að rask af breytingunum yrði sem minnst. Ýmsir nýir möguleikar opnast þó við yfirfærslu þjónustunnar og verða þær betur kynnntar viðkomandi viðskiptavinum í framhaldinu.

Vegna þessara breytinga mun þurfa að flytja vélbúnað milli húsa og hefur verið ákveðið að það verði gert þriðjudaginn 24.janúar nk. og vegna þess verður þjónustan óaðgengileg frá kl. 13 þann dag og fram eftir degi. Að sjálfsögðu verður roftími hafður í lágmarki en nauðsynlegt er að framkvæma breytingarnar á virkum degi til að hafa fullt aðgengi að öðrum aðilum sem að breytingunum koma, t.d. þarf að flytja tengingu við IP-net Símans samhliða.


Til baka