Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Snerpa Snerpa | 10. júlí 2024

Snerpa styrkir knattspyrnudeild Vestra

Snerpa og knattspyrnudeild Vestra endurnýjuðu á dögunum samstarfssamning sinn en samstarf þessara aðila má rekja í meira en áratug aftur í tímann.

Það er nóg um að vera hjá Vestra um þessar mundir en meistaraflokkur karla spilar í fyrsta sinn í Bestu deildinni á meðan nýendurreistur meistaraflokkur kvenna leikur í 2. deild.

Það voru þeir Sturla Stígsson hjá Snerpu og Kristján Þór Kristjánsson hjá Vestra sem undirrituðu samninginn.

 


Til baka