Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Snerpa Snerpa | 15. júní 2004

Sober.G tölvuormurinn hrellir netnotendur

Nauðsynlegt er að uppfæra veiruvarnir reglulega

Undanfarna daga hefur aukist mjög dreifing á tölvuorminum Sober.G og vegna þess hefur álag á tölvupósthús og veiruvarnir aukist mjög mikið. Notendur hjá Snerpu hafa ekki orðið fyrir áhrifum vegna þessa að að öðru leyti en því að póstur til og frá notendum þar sem truflanir eru, t.d. eins og Símanum Internet verður fyrir töfum. Snerpa benti á þetta sérstaklega í endaðan maí að þessi ormur væri að dreifa sér frá tilteknum notendum hjá stærstu netveitunum á Íslandi. Þrátt fyrir að brugðist hafi verið við ábendingunum að einhverju leyti að þá er einnig ljóst að það var of seint og of lítið. Hér er listi sem Snerpa gaf út í gær um helstu dreifendur omsins á Íslandi. Afleiðingin er augljós og aldrei of oft ítrekað að nauðsynlegt er að halda tölvum sem tengdar eru við Internetið vel uppfærðum.

Vitað er um tvö staðfest tilvik þar sem notendur hjá Snerpu hafa sýkst af Sober.G orminum og sá faraldur sem er í gangi núna hefur ekki haft nein áhrif á netpósthús Snerpu.

Snerpa bendir netnotendum sérstaklega á að þótt Snerpa hreinsi tölvuorma og vírusa úr tölvupósti að þá þarf að verja tölvur sérstaklega gegn sýkingum sem geta borist gegnum vefinn. Mælt er með að sítengdir notendur uppfæri veiruvarnir a.m.k. tvisvar á dag, t.d. snemma morguns og í hádegi.

Snerpa hefur einnig gefið út upplýsingar um málið á vefnum http://www.antivirus.is/


Til baka