Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Björn Davíðsson Björn Davíðsson | 11. febrúar 2020

Stórt rof á Þingeyri og suðurfjörðum

Vegna stækkana í burðarneti Vodafone er nauðsynlegt að framkvæma rof sem getur varað í allt að 90 mínútur í nótt (einhvers staðar á tímabilinu frá kl. 01:00-06:00).

Rofið hefur þau áhrif að netnotendur á Þingeyri og dreifbýlinu í kring verða sambandslausir á meðan og sjónvarp yfir nettengingar þar fellur einnig út. Þá rofnar einnig netsamband við notendur á Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði um leið en sjónvarpsþjónusta ætti þó ekki að rofna á þeim stöðum.

Samband frá Snerpu til skiptistöðvar innanlandsumferðar í Háskóla Íslands mun einnig rofna og sömuleiðis hluti aðal útlandasambands Snerpu til Amsterdam en umferð sem fer þar jafnan um færist á varaleiðir og notendur verða væntanlega ekki varir við annað því fylgjandi en lítilsháttar tafir á meðan umferð er að færast á milli sambanda við upphaf og lok rofsins.

Rofið hefur ekki áhrif á þá notendur sem tengjast um búnað Mílu.

Þetta er síðasti áfanginn í aðgerðum sem hófust fyrir jól á leiðinni Búðardalur -> Ísafjörður og ætti ekki að þurfa fleiri rof í tengslum við þessa aðgerð.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem notendur kunna að verða fyrir vegna þessa.


Til baka