Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Björn Davíðsson Björn Davíðsson | 9. janúar 2019

Tilboð á inntaksgjaldi ljósleiðara

Starfsmenn ljósleiðaradeildar Snerpu hafa staðið í ströngu og sl. sumar og á óvenjumildu hausti tókst að leggja ljósleiðararör til fjölda heimila, aðallega í efri bænum á Ísafirði. Fyrir utan nýjar stofnlagnir þá voru lagðir rúmir 4 km af heimtaugarörum og á enn eftir að blása streng í nokkurn hluta þeirra sem verður gert í vetur. Nú eru t.d. 167 hús, þar sem komið er inn ýmist rör eða strengur en enn er ólokið við að tengja húskassa og mun sú vinna líkega taka fram að páskum, jafnvel lengur.

Að auki stöndum við síðan í flutningum í nýtt húsnæði með tilheyrandi færslum á tengingum þannig að það verður annasamt framundan hjá okkur á næstunni. Á árinu verður fyrirtækið 25 ára og m.a. af því tilefni ætlum við að bjóða öllum heimilisnotendum sem verið hafa í viðskiptum við okkur í a.m.k. 6 mánuði sérstakt tilboð á inntaksgjaldi ljósleiðara. Athugið að tilboðið gildir eingöngu fyrir einstaklinga.

Það er ekki of seint fyrir alla þá sem vilja nýta sér tilboðið en eru ekki í viðskiptum núna að nýta sér það því að tilboðið mun einnig gilda þar sem framkvæmdir eru ekki enn hafnar. Því er um að gera að flytja nettengingu til til okkar til að geta nýtt sér tilboðið þegar þar að kemur.

Við höfum sett tilboðið inn í verðskrá okkar en inntaksgjald viðskiptavina verður 12.000,- kr. óháð gerð húseignar. Sjá nánar í verðskránni sem er hér.

Fyrir þá sem vilja kynna sér hvar ljósleiðarinn er kominn eða hvort er stutt í hann er hægt að skoða það á vefsjá Snerpu.


Til baka