Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Snerpa Snerpa | 28. september 2006

Undirskriftasöfnun

Hafin hefur verið undirskriftasöfnun til að mótmæla þeim þjónustubreytingum hjá Símanum, að landsmenn fá ekki allir þá þjónustu sem þeir greiða fyrir. Þannig borgar t.d. venjulegur ADSL notandi á Vestfjörðum sama verð fyrir 6MB/s tengingu og ADSL notandi á höfuðborgarsvæðinu borgar fyrir 12MB/s.

Aftur til fortíðar?

Við undirrituð krefjumst þess að Síminn veiti þá þjónustu sem við borgum fyrir og dragi til baka þá ákvörðun að skipta landinu upp í misdýr gjaldsvæði í skjóli einokunar!

Undirskriftasöfnun þessi er til komin vegna fjölda fyrirspurna viðskiptavina Snerpu og óánægju þeirra með það að hafa verið látnir sitja eftir í þessar þjónustubreytingar hjá Símanum.

Neðangreint efni er tekið úr pósti frá símanum 28.08.06

Á morgun verða gerðar eftirfarandi breytingar á ADSL þjónustu Símans:

ADSL 4000 (4 Mb/s) verður ADSL "allt að" 8 Mb/s
ADSL 6000 (6 Mb/s) verður ADSL "allt að" 12 Mb/s

Breytingarnar taka gildi strax hjá nýjum viðskiptavinum, en stefnt er á að klára uppfærslu á núverandi viðskiptavinum fyrir 1.október.

Til að geta fengið hámarkshraða áskriftar, þurfa viðskiptavinir að uppfylla þessi skilyrði:

Háð staðsetningu, aðeins í boði á eftirfarandi svæðum:
Höfuðborgarsvæðið, Mosfellsdalur, Grindavík, Sandgerði, Garður,
Keflavík, Njarðvík, Vogar, Akranes, Borgarnes, Akureyri, Húsavík,
Vestmannaeyjar, Hvolsvöllur, Hella, Stokkseyri, Eyrarbakki, Selfoss,
Hveragerði eða Þorlákshöfn
Með ADSL2+ hæfan endabúnað
Thomson 585
Sagem 1500 eða 1540
Háð línugæðum og línulengd frá símstöð, innan við 3 Km frá símstöð.
Háð því að innanhúslagnir séu í lagi.

Síminn mun samt sem áður aldrei tryggja að viðskiptavinir nái hámarkshraða.

Taktu þátt í undirskriftasöfnuninni með því að smella hér


Til baka