Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Snerpa Snerpa | 25. nóvember 2003

Við eigum afmæli!

Fyrir réttum níu árum, þegar Pentium 75 Mhz tölvur og 28.800 bita mótöld voru nýjasta græjan á markaðnum kostaði innhringitenging um mótald yfir tvö þúsund krónur á mánuði. Landssíminn skipti landinu í mörg gjaldsvæði og dýrt var að hringja á milli landshluta. Þá sáu þeir Jón Arnar og Björn tækifæri til að stofna fyrirtæki og Internetþjónustu til að lækka símreikninga notenda sem þá voru að byrja að notfæra sér undraheima Internetsins. Fyrirtækið Snerpa var stofnað 25. nóvember 1994 og hóf rekstur Internetþjónustu í ágúst árið eftir.


Í tilefni þessa viðburðar efnum við til kynningar á starfsemi fyrirtækisins og verðum með Opið hús þar sem þjónustan verður kynnt. Einnig munu heimsækja okkur gestir frá helstu samstarfsaðilum okkar, s.s. Opnum kerfum, Tölvudreifingu, Icecom og Radiomiðun. Við erum með sýningu á vörum og þjónustu frá þessum samstarfsaðilum og heitt á könnunni út þessa viku.

Einnig mun Snerpa kynna þær vörur og þjónustu sem fyrirtækið býður upp á, INmobil, INfilter, Internetsambönd, örbylgjusambönd, veiruvarnir og fleira.


Til baka