Cover
mánudagurinn 17. nóvember 2025

2G og 3G kerfin kveðja

Nú styttist óðum í að 2G og 3G kerfunum verði lokað um land allt sem þýðir að búnaður sem styður aðeins 2G eða 3G mun hætta að virka. Því er mikilvægt að þú skiptir þeim tækjum út, því annars átt þú á hættu að missa farsímasamband.

Lokun 2G á Vestfjörðum verður 8. desember næstkomandi en lokun 3G kerfa hefst í byrjun árs 2026.

Ef þú átt eldri síma, öryggismyndavélar eða önnur tæki sem tengjast við farsímakerfið þá skaltu athuga hvort þau styðji VoLTE eða 4G og skipta þeim út ef svo er ekki.


Avatar Sturla Stígsson

Upp