Háskólasetur Vestfjarða opnar nýja vefsíðu
Háskólasetur Vestfjarða opnaði í dag nýja vefsíðu á kaffihlaðborði í tilefni 10 ára afmælis Háskólasetursins. Nýja síðan keyrir á Snerpill vefumsjónarkerfinu frá Snerpu og hefur verið sérstaklega aðlöguð að smærri tækjum á borð við snjallsíma og spjaldtölvur.
Nýja vefsíðan leysir af hólmi eldri síðu sem hefur þjónað Háskólasetrinu dyggilega síðan árið 2007 en sú síða keyrði einnig á Snerpil.
Háskólasetur Vestfjarða er lítil stofnun á háskólastigi sem sett var á stofn árið 2005 en tók til starfa í janúar 2006. Við Háskólasetrið sjálft starfa að jafnaði um átta manns auk lausráðinna kennara. Í húsnæði Háskólaseturs starfa í heild yfir 50 manns við rannsóknir, kennslu og þjónustu hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum.
Nýju vefsíðuna má skoða á www.uw.is
Við óskum Háskólasetrinu innilega til hamingju með nýju vefsíðuna!