
fimmtudagurinn 18. september 2025
Lokun 2G og 3G farsímaþjónustu
Lokun á 2G og 3G farsímaþjónustu hér á landi fer nú fram í áföngum og verður lokið hjá öllum fjarskiptafyrirtækjum í síðasta lagi í árslok 2025.
Þá bendir Fjarskiptastofa á að sumir farsímar geta líka hætt að virka þrátt fyrir að þeir hafi verið markaðssettir og seldir sem 4G-samhæfðir. Ástæðan er sú framleiðendur farsíma þurfa að virkja VoLTE tæknina sérstaklega fyrir Ísland og fyrir hverja tegund farsíma og ekki er öruggt að það hafi alltaf verið gert.
Hvað breytist hjá notendum?
- Símtæki og tæki sem aðeins styðja 2G/3G hætta að virka.
- Símtæki sem ekki styðja VoLTE (Voice over LTE) eða hafa ekki virkjað þá stillingu hætta að virka.
- Ýmis tæki til vöktunar, mælinga og stýringa, sem aðeins styðja 2G/3G, hætta að virka.
Lesa má nánar um málið á hjá Fjarskiptastofu.
