Cover
þriðjudagurinn 28. október 2025

Svikaherferð í gegnum vefpóst

CERT-IS varar við vefveiðaherferð þar sem yfirteknir aðgangar eru misnotaðir til að senda út vefveiðapósta sem innihalda excel skjal í viðhengi.

Skjalið leiðir inn á svika innskráningarsíðu í nafni Microsoft og reynt er að stela aðgangsupplýsingum. Póstarnir eru trúverðugir þar sem þeir koma frá traustum sendanda.

Ef þú hefur fengið slíkan tölvupóst og skráð þig inn, láttu okkur vita strax með því að senda tölvupóst á firma@snerpa.is eða hringja í 520 4015.

Nánar má lesa um herferðina ásamt ráðleggingum varðandi hana á vef CERT-IS.


Avatar Ármann Haraldsson

Upp