
Tengivinnu á Bíldudal að ljúka
Snerpa hefur í sumar unnið að ljósleiðaravæðingu á Bíldudal í samstarfi við Vesturbyggð og eru þær tengingar sem verða í ár á lokametrunum. Vegna tafa á gerð snjóflóðavarnargarðs verður ekki mögulegt að tengja hús innan við Dalbraut 20 fyrr en á næsta ári.
Við reiknum með að hægt verði að hefja tengingar í lok næstu viku en til að flýta fyrir hefur verið ákveðið að byrja að safna saman pöntunum frá og með þessarri viku. Snerpa býður notendum á Bíldudal sérstakt opnunartilboð sem mun gilda á meðan enn er fært yfir Trostansfjarðarheiði. Tilboðið felur í sér að tengimánuður og næsti mánuður þar á eftir verða fríir, bæði hvað varðar nettengingar og farsímaáskriftir.
Snerpa hefur boðið heimilispakkann á ljósleiðaraneti Snerpu frá haustinu 2015 og það á óbreyttu verði öll tíu árin!
Ótakmarkaða nettengingin okkar, Bara net kostar 8.900 kr. á mánuði. Fyrir 9.990 kr. mánaðargjald fæst 200 GB netttenging með netbeini (router) og heimilissími. Einnig er hægt að fá ótakmarkaða farsíma að auki á 2.990 kr. mánaðargjald pr. númer. Nánar um þessa kosti og meira úrval á pöntunarsíðum Snerpu sem er hér fyrir nettengingar og hér fyrir farsíma.
