Öflug fyrirtækjaþjónusta í heimabyggð

Snerpa leggur áherslu á öfluga fyrirtækjaþjónustu þar sem viðbragðstími er í lágmarki og fyrirbyggjandi aðgerðir hafðar að leiðarljósi.

Fá ráðgjöf
Layer
Kerfisvörður

Kerfisvörður

Samhæfð öryggislausn fyrir fyrirtæki og stofnanir sem tryggir rauntíma yfirsýn, netöryggi og örugga gagnaafritun.

Microsoft 365

Microsoft 365

Snerpa er endursöluaðili á Microsoft 365 þjónustum sem henta bæði stórum og smáum fyrirtækjum og gerir starfsfólki kleift að vinna í gögnunum sínum í skýinu hvar sem er og á hvaða tæki sem er, ásamt því að sjá um tölvupóst fyrirtækja.

Netlausnir

Netlausnir

Við bjóðum upp á mjög fjölbreyttar nettengingar fyrir fyrirtæki.

Nettengingar fyrir fyrirtæki geta verið sérsniðnar eftir þörfum fyrirtækis. Dæmi um þjónustur á fyrirtækjatengingum eru t.d. að búa til dulkóðað sýndar einkanet (VPN) á milli útibúa fyrirtækja, VLAN-rásir og fastar IP-tölur.

Símkerfi

Símkerfi

Snerpa selur og þjónustar 3CX hugbúnaðarsímkerfi sem er eitt það einfaldasta og hagstæðasta á markaðnum í dag.

3CX hefur allt sem þarf til að halda uppi öflugum samskiptum milli starfsmanna sem og við viðskiptavini.

Hýsingar

Hýsingar

Snerpa býður upp á margskonar rekstrarþjónustu og er lögð áhersla á að finna þá lausn sem hentar viðskiptavini best.

Vélasalur Snerpu er búinn öflugum kælibúnaði og varaaflgjöfum frá APC, ásamt öflugri ljósavél sem tryggir öruggt rekstarumhverfi.


Upp