
Hvað er Kerfisvörður
Kerfisvörður er samhæfð og skalanleg lausn sem einfaldar stafrænan rekstur fyrir fyrirtæki og stofnanir. Með þremur kjarnaeiningum – Auga, Skjöldur og Brunnur – tryggir Kerfisvörður rauntíma yfirsýn, netöryggi og örugga gagnaafritun.
Þjónustan virkar í bakgrunni og krefst engrar tæknilegrar þátttöku af notanda, sem fær frið til að sinna rekstrinum. Kerfisvörður byggir á öflugum lausnum og reynslu og hentar jafnt litlum sem stórum rekstri sem vill hafa stjórn á stafrænum kerfum – án flækjustigs.
Fá ráðgjöfEiginleikar
Helstu eiginleikar Kerfisvarðar
Auga
Betur sjá augu en auga
Auga veitir rauntíma yfirsýn yfir kerfi og þjónustur, greinir frávik og tryggir að brugðist sé við áður en vandamál verða sýnileg. Þú færð stöðugleika í rekstri og skýra mynd af kerfunum þínum – án þess að þurfa að fylgjast með sjálfur.
Skjöldur
Allur er varinn góður
Skjöldur ver kerfin gegn spilliforritum, innbrotum og utanaðkomandi ógnum með háþróaðri greiningu og viðbrögðum. Þú færð vörn sem vinnur fyrir þig – áður en hættan nær að trufla starfsemina.
Brunnur
Birgjum brunninn
Brunnur tryggir reglubundna afritun og prófaða endurheimt gagna. Brunnur varðveitir gögnin þín – og er traustur bakhjarl þegar allt annað bregst.

Hentar Kerfisvörður þér?
Hvort sem þú ert með flókið framleiðslukerfi sem má ekki detta út eða einfaldan rekstur með eina tölvu, þá aðlagast lausnin að þér, ekki öfugt.
Þú færð þjónustu sem hentar þínum rekstri og borgar aðeins fyrir það sem skiptir máli. Engin föst formúla, engin óþarfa flækja. Bara hreinskilið mat, fagleg ráðgjöf og lausn sem virkar.
Fá ráðgjöf
Hverjir nota Kerfisvörð?
- Fyrirtæki sem vilja einfalda rekstur og tryggja öryggi
- Fyrirtæki með háar kröfur um rekstraröryggi og gagnavernd
- Teymi án eigin kerfisstjóra
- Fyrirtæki með dreifðan rekstur eða fjarvinnu
- Allir sem vilja yfirsýn, vörn og afritun – án þess að þurfa að vakta kerfin sjálfir