Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
25. apríl 2001

Snerpa ehf. og Vestmark ehf. sameinast.

Að undangengnum viðræðum á milli stjórna Snerpu og Vestmarks, sem staðið hafa yfir sl. tvær vikur var ákveðið á fundi í dag að sameina félögin.

Nánar
15. mars 2001

INform - íslensk hugbúnaðarlausn

Tölvufyrirtækið Snerpa ehf, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Iðntæknistofnun kynna fjölmiðlum og fyrirtækjum samstarfsverkefni í vöruþróun sem ber heitið INform upplýsingakerfið. Kynningin fer fram miðvikudaginn 14.mars kl. 16:00 - 17:30 á efstu hæð í Húsi Verslunarinnar í Reykjavík.

Nánar
9. mars 2001

Nýr vefur opnaður

Í dag opnaði Snerpa nýjan vef sem er sérstaklega ætlaður til að kynna framleiðsluvörur Snerpu. Undanfarið hefur aukist mikið að fyrirtæki óska eftir stöðluðum lausnum til að tengja við vefi sína, má þar nefna fréttakerfi, spjallþræði, verkbókhald o.fl. með þessum vef vill Snerpa kynna nánar þær lausnir sem í boði er.

Nánar
18. febrúar 2001

Snerpa veiruskannar allan tölvupóst

Athugasemd vegna fréttar í hádegisútvarpi RÚV 18. febrúar.

Nánar
22. janúar 2001

Prentþjónusta á vefnum.

Í sl. viku undirrituðu Samskipti í Reykjavík og Snerpa á Ísafirði samning um afnot Samskipta á INform upplýsingakerfi Snerpu ásamt forritun á sérlausnum fyrir Samskipti. Snerpa hannar og skrifar þessar sérlausnir í samráði við Samskipti. Hugbúnaðurinn verður notaður af viðskiptavinum Samskipta á tvennan hátt, annarsvegar til þess að senda stafræn skjöl í prentun og hinsvegar til að panta prentun gagna sem varðveitt eru í gagnabanka Samskipta.

Nánar
13. janúar 2001

ISDN-bilun .. aftur

Enn og aftur kemur upp bilun hjá Landssímanum sem lýsir sér þannig að ef notendur reyna að tengjast á 2X ISDN sambandi, þá gengur sambandið ekki upp. Þ.e. notendur eru auðkenndir og sambandið virðist koma eðlilega upp en síðan gerist ekki neitt.

Nánar
6. janúar 2001

Sjónvarpsútsending

Í dag var í fyrsta skipti send út frá Snerpu beint lýsing á körfuboltaleik KFÍ og Hamars. Sendingin fór fram á Skjávarpsrásinni eins og leikurinn gegn Keflavík um daginn. Nú var hinsvegar komið upp myndveri og þeir Hrafn og Gaui hjá KFÍ sáu um að lýsa leiknum jafnóðum og hann var sýndur af bandi. Jafnframt komu þeir félagar í mynd inn á milli í leikhléum og ræddu gang leiksins.

Nánar
4. janúar 2001

Ekki lokað á Vestmark

Notendur hjá Snerpu hafa undanfarið ekki getað skoðað vefi sem hýstir eru hjá Vestmarki. Þar sem misvísandi sögur hafa komist á kreik um að notendur Snerpu séu vísvitandi hindraðir í að skoða þessa vefi vill Snerpa taka fram að um engar slíkar hindranir er að ræða af hálfu Snerpu.

Nánar
4. janúar 2001

Námskeið í vefsíðugerð

Námskeið í Vefsíðugerð verður haldið í Snerpu helgina  19 - 21 janúar.

Nánar
24. desember 2000

Lokað 27. desember

Snerpa hefur ákveðið að gefa starfsfólki sínu aukafrídag á milli jóla og nýárs og verður því fyrirtækið lokað þann 27. desember. Þeim sem þurfa nauðsynlega á þjónustu að halda er bent á að neyðarvakt er í síma 896-2862 - Athugið að gjaldfært verður útkall vegna viðkomandi. Lágmarksgjald er kr. 3.900,-

Nánar
Eldri færslur