Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
13. janúar 2001

ISDN-bilun .. aftur

Enn og aftur kemur upp bilun hjá Landssímanum sem lýsir sér þannig að ef notendur reyna að tengjast á 2X ISDN sambandi, þá gengur sambandið ekki upp. Þ.e. notendur eru auðkenndir og sambandið virðist koma eðlilega upp en síðan gerist ekki neitt.

Nánar
6. janúar 2001

Sjónvarpsútsending

Í dag var í fyrsta skipti send út frá Snerpu beint lýsing á körfuboltaleik KFÍ og Hamars. Sendingin fór fram á Skjávarpsrásinni eins og leikurinn gegn Keflavík um daginn. Nú var hinsvegar komið upp myndveri og þeir Hrafn og Gaui hjá KFÍ sáu um að lýsa leiknum jafnóðum og hann var sýndur af bandi. Jafnframt komu þeir félagar í mynd inn á milli í leikhléum og ræddu gang leiksins.

Nánar
4. janúar 2001

Ekki lokað á Vestmark

Notendur hjá Snerpu hafa undanfarið ekki getað skoðað vefi sem hýstir eru hjá Vestmarki. Þar sem misvísandi sögur hafa komist á kreik um að notendur Snerpu séu vísvitandi hindraðir í að skoða þessa vefi vill Snerpa taka fram að um engar slíkar hindranir er að ræða af hálfu Snerpu.

Nánar
4. janúar 2001

Námskeið í vefsíðugerð

Námskeið í Vefsíðugerð verður haldið í Snerpu helgina  19 - 21 janúar.

Nánar
24. desember 2000

Lokað 27. desember

Snerpa hefur ákveðið að gefa starfsfólki sínu aukafrídag á milli jóla og nýárs og verður því fyrirtækið lokað þann 27. desember. Þeim sem þurfa nauðsynlega á þjónustu að halda er bent á að neyðarvakt er í síma 896-2862 - Athugið að gjaldfært verður útkall vegna viðkomandi. Lágmarksgjald er kr. 3.900,-

Nánar
22. desember 2000

Skjár Einn á næsta leiti

Styttist í að útsendingar hefjist á sjónvarpsstöðinni Skjár Einn á Ísafirði. 

Nánar
12. desember 2000

Viðbætur í vélasal

Þessa dagana standa yfir breytingar vegna uppsetningar á nýjum aðalvefþjón hjá Snerpu. Þessi vél mun hýsa flesta vefi sem settir eru upp á Linux og einnig gagnagrunna sem þeim fylgja. Vélin er Hewlett Packard E60 Netserver með sk. RAID-spegluðum diskum sem auka gagnaöryggi og uppitíma.

Nánar
12. desember 2000

Stækkun til Suðureyrar

Víðnetssamband Snerpu til Suðureyrar var í dag stækkað í 512 kbps. Með þessu eykst flutningsgeta verulega og Snerpa getur nú boðið fastlínusambönd á Suðureyri með mun meiri flutningsgetu en hingað til. Sambandið sem fyrir var var einungis 64 kbps þannig að stækkunin er áttföld.

Nánar
2. desember 2000

2X ISDN truflanir

Notendur Snerpu sem nota eða geta notað tvöfalt ISDN samband hafa átt í erfiðleikum sl. tvo daga við að tengjast. Lengi vel héldum við að þetta tengdist bilun sem kom upp í auðkenningarþjóni Snerpu en eftir að málið hafði verið kannað rækilega kom í ljós að bilunin er hjá Landssímanum.

Nánar
1. desember 2000

Truflanir vegna bilana

Ítrekaðar truflanir urðu á netþjónustu Snerpu í dag föstudag vegna bilunar í vélbúnaði. Tók nokkurn tíma að komast fyrir bilunina sem var í vefþjóni og var á endanum skipt um vélina í heilu lagi.

Nánar
Eldri færslur