Strengur slitnar við Ísafjarðarflugvöll
50 línu símastrengur slitnaði við Ísafjarðaflugvöll í morgun og unnið er að viðgerð. Hefur flugvöllurinn því verið símasambandslaus mestan hluta morguns en hægt hefur verið að ná sambandi við skiptiborð í Reykjavík á meðan.