Nýr þjónustusamningur og ný vefsíða
Hraðfrystihúsið Gunnvör hefur ráðið Snerpu til að þjónusta sín tölvumál og var skrifað undir þjónustusamning í síðustu viku. Munu starfsmenn Snerpu ehf sjá um öll tölvumál Hraðfrystihússins með fastri viðveru í hverjum mánuði á staðnum.
Hefur þetta form þjónustustigs notið vaxandi vinsælda meðal fyrirtækja hér vestra og sífellt bætast við ný fyrirtæki í fyrirtækjaþjónustu Snerpu.