Laus störf
Starfsmaður í fyrirtækjadeild
Snerpa leitar að áhugasömum einstakling til starfa í fyrirtækjaþjónustudeild.
Starfið hentar einkar vel þeim sem hafa mikla þjónustulund, eiga auðvelt með samskipti við viðskiptavini hvort sem er í síma eða í persónu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þjónusta við viðskiptavini bæði í fjar- og vettvangsþjónustu
- Símsvörun og vinna í verkbeiðnum
- Vinna í Microsoft kerfum svo sem Windows Server og Microsoft 365
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla og þekking á tölvukerfum og jaðartækjum
- Reynsla og þekking á Microsoft kerfum svo sem Windows Server og Microsoft 365
- Reynsla og þekking á 3CX símkerfinu er kostur
- Sjálfstæð og samviskusöm vinnubrögð
- Góð kunnátta í íslensku og ensku í máli og riti
- Ökuréttindi
Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og hvetjum við öll sem telja sig búa yfir þeirri getu og færni sem leitast er eftir og hafa áhuga á starfinu til að sækja um, óháð kyni.
Nánari upplýsingar veitir
Jóhann Egilsson
Yfirmaður fyrirtækjaþjónustu
starf@snerpa.is