Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Á kránni

"Ó, pabbi minn kæri, æ komdu með mér heim,
sko, klukkan er senn orðin eitt.
Þú lofaðir í morgun að koma snemma í kveld,
á knæpunni að tefja ekki neitt.
Nú er eldurinn dauður og allt er orðið kalt,
og enn bíður mamma eftir þér,
hún situr með hann Villa litla, sjúkur er hann;
og sáralítil hjálp er að mér"-
Viðlag: Kom heim, kom heim,
æ, pabbi minn kæri, kom heim.

"Ó, pabbi minn kæri, æ komdu með mér heim,
sko, klukkan slær tvö - fylgdu mér,
það kólnar, og hann Villi litli er veikari en fyrr
hann var þó að spyrja eftir þér -

Og segir það hún mamma mín, ef þyngi honum enn,
að þá muni hann deyja í nótt,
og þessar fréttir bað hún mig að bera til þín,
æ, blessaður komdu nú fljótt.
Viðlag...

"Ó, pabbi minn kæri, æ komdu með mér heim,
sko klukkan er senn orðin þrjú,
og tíminn er svo langur og tómlegt heima er allt,
við tvær erum aleinar nú.

Því Villi litli er dáinn, já, drottinn minn hann tók,
og deyjandi spurði hann um þig.
Hann kallaði á þig pabbi minn,og bauð þér góða nótt,
og bað þig að kyssa sig.

viðlag...

Erl. lag / Sigurður Júl Jóhannesson