Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Ég er sjóari

Er ég var fyrsta árinu á,
ég undir eins fór þá á stjá,
að þvottabala mömmu minnar ég fór.
On´í balann ég skreið,
alveg beinustu leið,
og ég hét því að verða sjóari er yrði ég stór.

    Ég er sjóari og sigli um haf,
    sem sorg og gleði mér gaf,
    og ég kyssi konurnar meðan að flýtur mitt fley.
    Út um allan heim,
    á ég helling af þeim,
    og ég er og verða mun sjóari þar til ég dey.

Með fjögurra ára stelpu ég strauk,
strax og þriðja árinu lauk,
og þá kyssti ég fyrsta en ekki minn síðasta koss.
Því hvort sem konan er smá,
hvít, gul eða blá,
þá var hún og verður sjóarans dýrasta hnoss.

    Ég er sjóari…

Ég hef þrælað aflað og eytt,
elskað drukkið og veitt,
frá blautu barnsbeini á döllum af margskonar gerð.
Og ég fer ekki í land,
nema fleytan sé strand,
og held áfram að sigla uns kemur mín síðasta ferð.

    Ég er sjóari…

Og ég er og verða mun sjóari þar til ég dey.
Og ég er og verða mun sjóari þar til ég dey.


Höfundur: Ómar Ragnarsson