Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Heyr mitt ljúfasta lag

Heyr mitt ljúfasta lag
er ég lék forðum daga
fyrir ljóshærða stúlku sem heillaði mig
þegar ungur ég var.

Það var sumar og sól
og við sátum í lundi,
ég var saklaus sem barn, en hún hló að mér samt
þegar hjarta mitt stundi.

Og þegar strengirnir túlka mitt litla ljóð,
þá leitar hugur minn ætíð á forna slóð,
þá var sumar og sól
og við sátum í lundi,
ég var saklaus sem barn, en hún hló að mér samt
þegar hjarta mitt stundi.

Upplýsingar um höfund vantar.