Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Í Hallormsstaðaskógi

Í Hallormsstaðaskógi
er angan engu lík.
Og dögg á grasi glóir
sem gull í Atlavík.
Og fljótsins svanir sveipast
í sólarlagsins eld.
Og hlæjandi, syngjandi,
frelsinu fagnandi,
fylgdumst við burtu það kveld.

Úr Hallormsstaðaskógi
ber angan enn í dag.
Og síðan hefur sungið
í sál mér þetta lag.
Því okkar liðna ótta
var engri nóttu lík.
Og ennþá hún lifir
í minningu minni
sú mynd úr Atlavík.

Svavar Benediktsson / Kristján frá Djúpalæk