Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Ísland

Þú nafnkunna landið sem lífið oss veittir,
landið, sem aldregi skemmdir þín börn,
hvert þinnar fjarstöðu hingað til neyttir,
hún sé þér ódugnaðs framvegis vörn.

Undarlegt sambland af frosti og funa,
fjöllum og sléttum og hraunum og sjá,
fagurt og ógurlegt ertu þá brunar
eldur að fótum þín jöklunum frá.

Fjör kenni oss eldurinn, frostið oss herði,
fjöll sýnitorsóttum gæðum að ná.
Bægi sem kerúb með sveipanda sverði
silfurblár ægir oss kveifarskap frá.

Bjarni Thorarensen