Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Kötukvæði

Það var um kvöld eitt að Kötu ég mætti.
Hún var að koma af engjunum heim.
Það var í ágúst að áliðnum slætti
og nærri aldimmt á kvöldunum þeim.

Hún var svo ung eins og angandi rósin.
Ég hafði aldrei séð hana fyrr.
Um vanga dönsuðu lokkarnir ljósir
og augun leiftruðu þögul og kyrr.
Hlýtt ég tók í hönd á Kötu,
horfði í augun djúp og blá.
Gengum síðan burt af götu,
geymdi okkur náttmyrkrið þá.
En þegar eldaði aftur og birti
í hjarta ákafan kenndi ég sting,
og fyrir augum af angist mér syrti.
Hún var með einfaldan giftingarhring

Will Grosz / Sigurður Ágústsson