Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Pálína og saumamaskínan

Það var einu sinni kerling
og hún hét Pálína,
Pálína-na-na, Pála, Pála, Pálína
það eina sem hún átti var saumamaskína,
maskína-na-na, sauma, saumamaskína.

Og kerlingin var lofuð
og hann hét Jósafat,
Jósa-fat-fat, Jósa, Jósa, Jósafat.
En hann var voða heimskur og hún var apparat,
apparat-rat-rat, appa, appa, apparat.

Hann átti gamlan kútter
og hann hét Gamli Lars,
Gamli Lars, Lars, Lars. Gamli, Gamli, Gamli Lars.
Hann erfði hann frá mútter og hún var voða skass,
voða skass, skass, skass, voða, voða, voða skass.

Svo hripaði hann línu
til hennar Pálínu,
Pálínu-nu-nu, Pálu, Pálu, Pálínu.
Og bauð henni út á Lars með sína saumamaskínu,
maskínu-nu-nu, sauma-saumamaskínu.

Svo sigldu þau í blússi
út á hið bláa haf,
bláa haf, haf, haf, bláa bláa haf.
Svo rákust þau á blindsker og allt ætlaði í kaf,
allt í kaf, kaf, kaf, allt í bóla, bóla kaf.

Og Jósafat hann æpti:
Við höfum okkur fest
höfum fest, fest, fest, höfum, höfum okkur fest.
Ég held ég verði að kasta minni balla, balla lest,
ballalest-lest-lest, balla, balla, ballalest.

Það fyrsta sem hann kastaði
var saumamaskína,
maskína-na-na, sauma, saumamaskína.
Á eftir fór í hafið hans kæra Pálína,
Pálína-na-na, Pála, Pála, Pálína.

Nú reikar hann um og syrgir
sína góðu kærustu,
kærustu-stu-stu, sína kæru kerlingu
sem situr niðri á hafsbotni og snýr saumamaskínu
maskínu-nu-nu, sauma, saumamaskínu.

Erl. lag / Gunnar Ásgeirsson, Sveinn Björnsson