Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Sumar

Nú er sumar,
gleðjist gumar,
gaman er í dag;
brosir veröld víða,
veðurlagsins blíða
eykur yndishag.

Látum spretta
spori létta,
spræka fáka nú;
eftir sitji engi,
örvar víf og drengi
sumarskemmtun sú.

Tíminn líður,
tíminn býður
sælan sólskinsdag.
Yndi er úti á grundum,
yndi, heim þá skundum,
seint um sólarlag.

Erl. lag / Steingrímur Thorsteinsson