Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Það gerðist hér suður með sjó

Það gerðist hér suður með sjó
að Siggi á Vatnsleysu dó.
:,:Og ekkjan hans Þóra
var ekki að slóra
til útfararveislu sig bjó:,:

Það var logndrífa og ládauður sjór
er hinn látni í gröfina fór.
:,:Og ekkjan með sjarmi
brá svuntu að hvarmi
men sáu að hryggðin var stór:,:

Klerkur sagði, "Holdið er hey
vér hryggjumst og kveinum ó vei
:,:Þann gæðamann tel ég
er guði nú fel ég
við gleymum hans trúmennsku ei":,:

Þegar gengin frá garði var drótt
kom granninn og talaði hljótt.
:,:Þó góðan með sanni
þú syrgir nú manninn
má sorginni gleyma í nótt":,:

En Þóra sagði: "Því skal ei leynt
að þetta er fallega meint,
:,:en sorgina ég missti,
er ég kistusmiðinn kyssti
þú kemur því góði of seint":,:

Upplýsingar um höfund vantar.